Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hreinsunarátak að hefjast

14.04.2010
Hreinsunarátak að hefjast

Föstudaginn 16. apríl hófst hreinusnarátak Garðabæjar formlega þegar nemendur í 2. BSt og 6. ÖM  ásamt Gunnar Einarsson bæjarstjóri, bæjarfulltrúum, nemendum úr FG og fleirum hófu að hreinsa svæðið meðfram Arnarneslæk. Að verki loknu þáði hópurinn safa og kleinu í sal skólans.
Hreinsuninni verður haldið áfram næstu daga og er markmiðið að henni verði lokið fyrir 7. maí.. Markmiðið er að hreinsa alveg niður að sjó en það gera nemendur í  2. og 6. bekk og eiga þeir von á glaðningi að verki loknu í formi hvatningarstyrks frá Garðabæ.
Nemendur í 4. bekk hafa tekið að sér að hreinsa trjábeðið meðfram Bæjarbrautinni milli Akralands og Hæðahverfis.

Skoða myndir

 

Til baka
English
Hafðu samband