Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur umhverfisins

19.04.2010
Dagur umhverfisins

Í tilefni af degi umhverfisins mánudaginn 25. apríl hefur umhverfisnefnd skólans mælst til þess að nemendur skólans taki þátt í fjölbreyttum umhverfisverkefnum inni sem úti undir stjórn umsjónarkennara. Sérstakur útikennsludagur verður fimmtudaginn 29. apríl frá kl. 8.30-9:50 og tengist hann listadögum. Þá verða nemendur sýnilegir við vinnu sína.

Dagur umhverfisins er haldinn á fæðingardegi Sveins Pálssonar, fyrsta íslenska
náttúrufræðingsins og þess manns sem einna fyrstur hvatti til aðgerða gegn
skógareyðingu á Íslandi og orðaði þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun.

Í mars funduðu deildarstjórar með nemendum í umhverfisnefndinni og komu margar góðar hugmyndir að verkefnum og umræðupunktum frá þeim:

 • Útíkennsla
 • Ratleikur
 • Hjólatúr
 • Vefrallý
 • Horfa á heimildaþátt/fræðslumynd
 • Útileikjadagur
 • Íþróttadagur
 • Umferðadagur

Umræðupunktar:

 • Hvað er hrein orka?
 • Hvernig get ég nýtt hreina orku?
 • Orkan og ég?
 • Hvaða orkugjafar gætu komið til í framtíðinni?
 • Loftgæði í næsta nágrenni mínu? Hvenig má bæta loftgæði við skólann minn?
 • Áhrif loftslagsbreytinga

 

Til baka
English
Hafðu samband