Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjöruferð, tónlist og gjörningar á listadögum

26.04.2010
Fjöruferð, tónlist og gjörningar á listadögum

Listadagarnir fóru vel af stað. Nemendur í 1. og 2. bekk héldu fylktu liði héðan frá skólanum og upp á Garðatorg til að vera viðstödd setningarathöfnina. Víða í skólanum gefur að líta verk eftir nemendur og í anddyri skólans voru tónleikar tvisvar í dag fyrir gesti og gangandi.

Nemendur í 4. bekk unnu hörðum höndum að umhverfislistaverki en þau hafa verið að vinna verkefni um endurvinnslu. Þau hafa kynnt sér ólíka flokka efna og safnað alls kyns rusli að heiman sem þau flokka, útbúa veggspjöld og setja að lokum upp í nokkrar mismunandi vörður hér og þar um skólann. Sjón er sögu ríkari.

Unnur myndmenntakennari tók sig til og fór niður í fjöru með nemendum. Hópurinn hafði með sér blöð, vatnsliti og pensla og málaði myndir í fjöruborðinu. Ferðin gekk vel þó sumum hafi fundist helst til kalt.

Kíkið á myndir úr fjöruferðinni

Myndir frá 4. bekk - endurvinnsla

 

Til baka
English
Hafðu samband