Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Líf og fjör á öskudaginn

09.03.2011
Líf og fjör á öskudaginn

Það var mikil eftirvænting í loftinu í morgun þegar nemendur og starfsfólk mætti í skólann. Allir voru spenntir að sýna sig og sjá ævintýralega öskudagsbúninga og taka þátt í skemmtilegri dagskrá. Það er greinilega mikill sköpunarkraftur í nemendum og kennurum því búningarnir voru bæði fjölbreyttir og skemmtilegir.

Fyrri hluta dags fengu nemendur tækifæri til að heimsækja fjölda stöðva sem settar voru upp um allan skóla og í íþróttahúsinu Mýrinni (Spákonur, limbó, kubba, búa til grímur og öskupoka, skreyta bókasafnspoka, tölvur, myndataka o.mfl.). Um kl. 11 hófst diskótek í sal skólans.

Skoða myndir

Til baka
English
Hafðu samband