Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Styrkir úr Þróunarsjóði

19.03.2011
Fimm starfsmenn í Hofsstaðaskóla hlutu nýverið styrk úr Þróunarsjóði námsgagna. Um er að ræða tvö ólík verkefni.
Annars vegar er um að ræða gagnvirk íslenskuverkefni þar sem áhersla er lögð á að auka málvitund, orðaforða, stafsetningu og leikni í að beita málfræðiþekkingu ásamt lesskilningi. Efnið er fyrir nemendur í 1.-7. bekk, en það hentar einnig nemendum sem hafa íslensku sem annað tungumál.
Hitt verkefnið eru leiðir til að vinna með félagsfærni hjá nemendum í 1.-7. bekk. Námsgögnin henta til að hjálpa nemendum sem eru með slaka sjálfsmynd, eiga í örðugleikum með félagsleg samskipti og þá sem eiga erfitt með að skipuleggja umhverfi sitt.
Til baka
English
Hafðu samband