Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Óskilamunir

16.05.2011
ÓskilamunirÍ vetur hefur safnast mikið af óskilamunum í skólanum. Því sem er merkt verður komið til skila til nemenda en ómerktum fatnaði hefur nú verið raðað á borð á list- og verkgreinagangi. Hjá Helgu ritara er líka talsvert magn af húslyklum, hjólalyklum, armbandsúrum og fleira smádóti t.d. frá öskudeginum.
Við biðjum foreldra og nemendur um að koma við og vita hvort þeir kannist ekki við eitthvað af þessum fatnaði. Við ákváðum að gera þetta fyrr í ár en við erum vön og sjá hvort betur gangi að koma fatnaði til réttra eigenda.
Þegar skóla lýkur í júní verður farið með allan óskilafatnað í safnkassa Rauða krossins.
Til baka
English
Hafðu samband