Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Palli var einn í heiminum

26.05.2011
Palli var einn í heiminum

Hver man ekki eftir gömlu góðu sögunni um hann Palla sem var einn í heiminum? Undanfarna daga hefur 2. bekkur unnið með söguna á margvíslegan hátt. Nemendur lásu söguna í heimalestri á hverjum degi í eina viku og gerðu svo verkefni í skólanum. Þeir bjuggu meðal annars til Palla úr pappír og notuðu sem möppu fyrir öll vinnublöðin, einnig bjuggu þeir til hluti í þrívídd úr sögunni og sýndu á ganginum fyrir framan stofurnar og unnu með textann á margvíslegan hátt. 

Á myndasíðum 2. bekkja  má sjá krakkana í vinnu í tengslum við söguna sem og myndir af afrakstrinum.  


Það var föndrað af kappi

Til baka
English
Hafðu samband