Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumarleyfi

20.06.2011
Sumarleyfi

Skrifstofa Hofsstaðaskóla er lokuð frá 21. júní og opnar aftur miðvikudaginn 3. ágúst n.k. Erindi má senda á netfang skólans: hskoli@hofsstadaskoli.is

Skólastarf haustið 2011
Skóli hefst mánudaginn 22. ágúst með skólasetningu og hefst kennsla þriðjudaginn 23. ágúst skv. stundaskrá. Skóladagatal er að finna hér til hægri á síðunni. Innkauplistar verða birtir á vefnum miðvikudaginn 17. ágúst.

Nýir nemendur Í 2.-7. bekk verða boðaðir á fund ásamt foreldrum sínum þriðjudaginn 16. ágúst kl. 17:30. Fundarboð verður sent með tölvupósti.

Skólasetning mánudaginn 22. ágúst
Kl. 9:00 6. og 7. bekkur
Kl. 10.00 5. bekkur
Kl. 10.30 4. bekkur
Kl. 11:00 3. bekkur
Kl. 11.30 2. bekkur
Foreldrar eru velkomnir með börnum sínum á skólasetningu.

Nemendur í 1. bekk mæta með foreldrum sínum í viðtal til umsjónarkennara 22. ágúst. Fundarboð verður sent með tölvupósti.
Haustfundir með foreldrum verða vikuna 5. - 9. september.

Til baka
English
Hafðu samband