Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Viðburðarík ferð í miðborgina

02.12.2011
Viðburðarík ferð í miðborgina

Nemendur í 2. bekk hafa verið að vinna verkefni um land og þjóð. Í framhaldi af því var ákveðið að heimsækja Alþingishúsið. Þann 1. desember síðastliðinn hélt hópurinn af stað með strætisvagni. Töluverðan tíma tók að komast niður í miðborgina vegna umferðar og þæfingsfærðar en allt gekk þó vel. Vel var tekið á móti hópnum í Alþingishúsinu og var börnunum sýnt allt það markverðasta í húsinu. Næst var ferð hópsins heitið í Ráðhús Reykjavíkur m.a. til að skoða Íslandskortið og kíkja á kaffihúsið þar sem allir fengu sér kakó og piparkökur. Meðan hluti hópsins sat á kaffihúsinu gall í brunabjöllum og voru allir beðnir um að yfirgefa húsið þar sem um brunaæfingu væri að ræða. Fyrir utan ráðhúsið hittu krakkarnir borgarstjórann sem var hinn almennilegasti, spjallaði og grínaðist með krökkunum og stillti sér upp í hópmyndatöku með þeim. Það voru ánægðir krakkar sem héldu heim á leið eftir fróðlega, viðburðaríka og skemmtilega ferð í miðborgina.

Skoða myndir

Til baka
English
Hafðu samband