Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Prjónastund á aðventu

13.12.2011
Prjónastund á aðventu

Ester kennari í textílmennt bauð aðstandendum nemenda úr 3. bekk í kennslustund í textílmennt nú á aðventunni. Mæting var mjög góð. Hópurinn átti notalega stund saman þar sem mömmur og ömmur aðstoðuðu krakkana við prjónaskap. Hópurinn fékk lánaða aðstöðuna hjá Regnboganum í kjallara skólans. Boðið var upp á kakó og smákökur.

Til baka
English
Hafðu samband