Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sögustund á landsvísu

02.04.2013
Sögustund á landsvísuFimmtudaginn 4. apríl næstkomandi býður IBBY á Íslandi til stærstu sögustundar á landinu. Þetta er þriðja árið í röð og er tilefnið alþjóðadagur barnabókarinnar sem er 2. apríl ár hvert.
Að þessu sinni munu 40.000 grunnskólanemar hlusta á  frumflutning sögunnar Stóra bróður eftir Friðrik Erlingsson. Lesturinn hefst kl. 9:10 og áætlað er að hann taki um 20 mínútur. Hægt er að hlusta á söguna á Rás I, þar sem Bergur Þór Ingólfsson mun lesa hana.
Til baka
English
Hafðu samband