Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þemakennd enska

05.04.2013
Þemakennd enska

Nemendur í 5.bekk taka fyrir nokkur þemu í enskunáminu á hverjum vetri og vinna verkefni í tengslum við það. Þannig læra þeir orðaforða í tengslum við þemað og byggja með markvissum hætti ofan á þann orðaforða sem fyrir var. Í kennslunni er lögð áhersla á fjölbreytileika þegar unnið er með skilning, talað mál, ritun og lestur. Hér fyrir neðan er örstutt umfjöllun um þau þemu sem nemendur hafa glímt við en á myndasíðu 5. bekkja má sjá myndir af þeirri vinnu.

Ævintýrin
Nemendur hlustuðu fyrst á söguna um Jack and the beanstalk og unnu verkefni úr henni. Næst var þeim skipt í hópa þar sem hver hópur fékk eitt ævintýri til að lesa. Hóparnir skiptu svo hlutverkum á milli sín og settu upp glæsileg leikrit byggð á ævintýrunum.

Fötin
Eftir að hafa farið yfir orðaforðann í tengslum við fötin settu nemendur upp tískusýningu. Glæsilegar fyrirsætur gengu svo um stofuna og stoppuðu til að segja frá klæðnaði sínum á ensku. Myndir voru teknar af öllum fyrirsætunum sem síðar skrifuðu lýsingu á fatnaði sínum á ensku.

Íþróttir
Eftir að hafa æft orðaforðann í tengslum við íþróttir var nemendum skipt í hópa þar sem hver hópur tók fyrir eina íþróttagrein. Unnið var á fartölvur þar sem nemendur skrifuðu um íþróttirnar og fundu myndir við hæfi. Loks kynntu þau verkefni sín fyrir samnemendum og svo voru þau hengd upp. 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband