Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslandsmót barnaskólasveita í skák

15.04.2013
Íslandsmót barnaskólasveita í skákUm helgina fór fram Íslandsmót barnaskólasveita í skák. Mótið fór fram í Rimaskóla og sigraði skáksveit Álfhólsskóla úr Kópavogi. Skáksveit Hofsstaðaskóla varð í 10. sæti af 45 skólum sem tóku þátt. Rimaskóli varð í öðru sæti og Hraunvallaskóli úr Hafnarfirði tók þriðja sætið. Sveit Hofsstaðaskóla fékk 20,5 vinninga og tefldi hver einstaklingur 9 skákir. Við óskum skáksveitinni innilega til hamingju með glæsilegan árangur.
Skáksveit Hofsstaðaskóla skipa:

Bjarki Arnaldarson 6,5 vinningar
Ísak Logi Einarsson 5,5 vinningar
Kári Georgsson 3 vinningar
Matthías Hildir Pálmason 5,5 vinningar

Afar góð þátttaka var á mótinu en 45 sveitir tóku þátt sem er næstbesta þátttakan í sögu mótanna. Það þýðir að með varamönnum voru meira en 200 skákmenn í Rimaskóla um helgina. Sveitirnar 45 voru frá 6 bæjarfélögum. Um næstu helgi verður svo haldið Kjördæmismót í skólaskák og að sjálfsögðu verður skáksveit Hofsstaðaskóla með á því móti.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband