Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hreinsun nemenda á Arnarneslæk

17.04.2013
Hreinsun nemenda á Arnarneslæk

Nemendur í 1. og 4. bekk hófu árlega hreinsun nemenda skólans á Arnarneslæknum í blíðskaparveðri þriðjudaginn 16. apríl. Segja má að fyrsta vorverk skólans hafi tekist vel en börnin voru mjög áhugasöm og dugleg við hreinsunina. Þó að það hafi tekist að fylla nokkra poka þá var lækurinn óvenju hreinn að þessu sinni . Það er gaman að velta því fyrir sér í umræðum með börnunum af hverju það stafar.

Myndir af hreinsunarstörfunum eru á myndasíðum hjá 1. bekk og 4. bekk

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband