Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Viðbygging samþykkt

18.04.2013
Viðbygging samþykktBæjarráð samþykkti 16. apríl sl. að byggja rúmlega 1100fm við Hofsstaðaskóla. Viðbyggingin mun hýsa list- og verkgreinastofur, sem stækka til muna, ásamt stjórnunarálmu. Gera þarf ýmsar breytingar á húsnæðinu sem fyrir er, en við þessa stækkun bætast við fjórar til fimm almennar kennslustofur.
Nemendum í Hofsstaðaskóla hefur fjölgað um tæplega 70 sl. sjö ár og eru þeir nú 453 í 21 bekkjardeild og er skólinn því orðinn mjög þétt setinn.
Við í Hofsstaðaskóla fögnum þessari ákvörðun og erum full tilhlökkunar að takast á við þetta spennandi verkefni.
Til baka
English
Hafðu samband