Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Landsmót barnakóra

29.04.2013
Landsmót barnakóra

Kór Hofsstaðaskóla tók þátt í landsmóti barnakóra sem haldið var helgina 19. -21. apríl. Landsmót barnakóra er haldið annað hvert ár og koma kórar alls staðar að af landinu. Að þessu sinni mættu um 400 börn til leiks. Landsmótið var haldið á Kársnesinu í Kópavogi í ár var áhersla lögð á útsetningar Marteins Friðrikssonar og Þorkels Sigurbjörnssonar. Einnig kenndi Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson lög sem hann hefur samið. Ýmislegt var gert til skemmtunar t.d. diskó í sundlauginni og kvöldvaka. Kórkrakkarnir stóðu sig frábærlega, tóku virkan þátt, sungu eins og englar og voru jákvæð og glöð.

Skoða myndir


Til baka
English
Hafðu samband