Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samræmd foreldrakönnun

29.04.2013
Samræmd foreldrakönnun

Skólapúlsinn lagði könnun fyrir foreldra í 70 skólum á landinum í febrúar sl. Könnunin sem er lögð fyrir úrtak foreldra er nokkuð yfirgripsmikil.
Spurt er um nám og kennslu, velferð nemenda, foreldrasamstarf og heimastuðning.
Niðurstöður könnunar lágu fyrir í byrjun apríl. Þær verða kynntar starfsmönnum, fulltrúum foreldra og nemendum eftir því sem við á.
Foreldrar í Hofsstaðaskóla eru í fjórða sæti þegar kemur að ánægju með nám og kennslu í skólanum. 97% foreldra eru ánægðir með stjórnun skólans. Foreldrar eru ánægðir með agann í skólanum en skólinn lendir í öðru sæti þegar kemur að ánægju með aga í skólunum.
Skólinn lendir í öðru til fjórða sæti af þeim skólum sem tóku þátt þegar spurt eru um ánægju foreldra með hversu vel skólinn mætir þörfum nemenda. Skólinn er í fyrsta sæti þegar kemur að mati foreldra á líðan nemenda í skólanum og í öðru sæti þegar spurt er um líðan nemenda í frímínútum. Skólinn er í fimmta neðsta sæti þegar kemur að umfangi eineltis.
Skólinn er í efsta sæti þegar spurt er um ánægju með sérkennsluna/stuðninginn og sálfræðiþjónustuna.
Við erum að sjálfsögðu ánægð með þessa niðurstöðu og þökkum foreldrum fyrir gott samstarf og fyrir að eiga prúð, glöð og námfús börn.

Hér má sjá nokkur myndrit í tengslum við ofangreindar niðurstöður.

Til baka
English
Hafðu samband