Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestur er bestur fyrir lýðræðið

08.09.2017
Lestur er bestur fyrir lýðræðið

Ýmis slagorð sem tengjast lestri og bókum prýða ganga skólans í dag föstudaginn 8. september því í dag er bókasafnsdagurinn haldinn hátíðlegur. Bókasöfn af öllum gerðum víðsvegar um landið bjóða upp á sérstaka dagskrá í tilefni dagsins. Bókasafnsdagurinn í ár er tileinkaður lýðræði og hlutverki bókasafna í lýðræðissamfélögum. Markmið bókaasfnsdagsins er er tvíþætt:

  • Að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í lýðræðisamfélagi.
  • Vera hátíðsdagur starfsmanna safnanna.

Við hvetjum alla til að vera duglegir að lesa og vonum að slagorðin á göngum skólans veki nemendur til umhugsunar og umræðu um lestur.

Til baka
English
Hafðu samband