Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

2. bekkur lærir um fjöll og fjallamennsku

27.09.2017
2. bekkur lærir um fjöll og fjallamennsku

Nemendur í 2. bekk eru um þessar mundir að læra um fjöll. Inn í fjallaþemað fléttast ýmsir skemmtilegir þættir og læra nemendur ýmislegt um fjöll s.s. hvernig þau myndast og úr hverju. Nemendur kynnast nokkrum íslenskum fjöllum og svo gerast óvæntir og skemmtilegir atburðir eins og áttu sér stað fimmtudaginn 21. september. Þá fundu kennararnir bakpoka á bílaplaninu sem var fullur af fjallgöngubúnaði. Krakkarnir skoðuðu í pokann með kennurunum og fundu ýmislegt sem nauðsynlegt er fyrir fjallgöngur. Eftir góða skoðun á innihaldi pokans og umræður fengu krakkarnir það verkefni að búa sér til sinn eigin bakpoka með öllu því sem þau mundu vilja hafa með sér í fjallgöngu.

Kíkið á fleiri myndir á myndasíðu 2. bekkja

 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband