Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Opið hús á listadögum

22.04.2018
Opið hús á listadögum

Fimmtudaginn 26. apríl verður opið hús í skólanum frá kl. 8:30-10:30 fyrir foreldra og aðra áhugasama. Í kennslustofum og á göngum verða sýnishorn af vinnu nemenda og „pop up“ skemmtiatriði s.s. tónlistarflutningur. Skólinn fagnar 40 ára afmæli sínu á þessu skólaári og setur það mark sitt á listadagana.

Skólinn tekur þátt í verkefninu Sole Hope sem felst í því að nemendur halda s.k. Skópartý sem felst í því að sníða og klippa til skó úr notuðum gallabuxum fyrir skólaus börn í Uganda. Skórnir eru sendir tilsniðnir út til Uganda og þar er lokið við gerð þeirra og þeir afhentir þurfandi börnum. Nánar má fræðast um verkefnið á: http://solehope.org/category/shoe-cutting-party/

Til baka
English
Hafðu samband