Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Líf og list í skólanum - Hofsstaðaskóli 40 ára

03.05.2018
Líf og list í skólanum - Hofsstaðaskóli 40 ára

Fimmtudaginn 26. apríl var opið hús í skólanum í tilefni 40 ára afmælis skólans og markaði dagurinn einnig lok listadaganna 2018. Opna húsið stóð frá 8:30 fyrir foreldra og aðra áhugasama gesti sem vildu fá innsýn í skólastarfið, upplifa skemmtileg "pop up" skemmtiatriði og tónlistarflutning víðs vegar um skólann.

Í kennslustofum og á göngum voru sýnishorn af vinnu nemenda á listadögum og almennt í vetur. Áhugasömum gafst einnig tækifæri til að taka þátt í Sole Hope verkefninu  sem felst í því að sníða og klippa til skó úr notuðum gallabuxum fyrir skólaus börn í Úganda. Skórnir eru svo sendir tilsniðnir út til Úganda þar sem lokið er við gerð þeirra og þeir afhentir þurfandi börnum. Í listavikunni unnu nemendur í 5.-7 í textílmenntatímum að því að sníða til skópör til að senda.

Starfsmönnum skólans, fyrrverandi og núverandi, var í lok dags boðið í vöfflukaffi á kaffistofu skólans  og urðu þar miklir fagnaðarfundir. Þar komu m.a. saman þrír húsverðir Hofsstaðaskóla síðastliðin ár þeir Hilmar, Gunnar og núverandi húsvörður Rúnar, tveir skólastjórar Hilmar og Margrét og þannig mætti lengi telja. 

Það gladdi okkur að sjá hversu margir aðstandendur og velunnarar skólans sáu sér fært að koma og gleðjast með okkur þennan dag. Hann tókst í alla  staði frábærlega  og verður í minnum hafður. En látum meðfylgjandi myndir ljúka sögunni

Opið hús 

Vöfflukaffi fyrir starfsfólk

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband