Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Popplestur

28.05.2018
Popplestur

Í byrjun maí var tveggja vikna lestrarátak hjá nemendum á yngsta stigi eða svokallaður popplestur. Nemendur lásu heima og í skólanum, skráðu lesturinn og fengu ákveðið margar poppbaunir fyrir lesturinn í hvert sinn. Baununum var safnað í krukku í hverjum bekk fyrir sig. Nemendum gekk vel að lesa og einn bekkur náði t.d. að safna yfir 5000 poppbaunum. Verkefninu lauk með því að poppað var úr þeim baunum sem safnast höfðu í hverjum bekk og haldin mikil poppveisla sem vakti að sjálfsögðu lukku hjá nemendum. 

Skoða myndir frá popplestrarhátíðinni

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband