Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorskóli

29.05.2018
Vorskóli

Tæplega 70 verðandi 1. bekkingar mættu í vorskólann hjá okkur fimmtudaginn 24. maí. Börnin unnu ýmiskonar verkefni, fengu hressingu og hlustuðu á sögu. Foreldrum barnanna var boðið á bókasafn skólans meðan vorskólinn stóð yfir til að fræðast og spjalla við skólastjórnendur um skólastarfið.  Meðfylgjandi myndir voru teknar í vorskólanum en fleiri myndir eru á myndasíðu skólans. Það verður gaman að fá þennan flotta hóp í skólann í ágúst.

Skoða myndir frá vorskólanum á myndasíðu skólans 2017-2018

Til baka
English
Hafðu samband