Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorferðir

30.05.2018
VorferðirÞað er mikið um að vera þessa síðustu daga skólaársins og bæði nemendur og starfsfólk á fullri ferð við að ljúka mikilvægum verkefnum skólaársins. Hluti af þessum verkefnum eru vorferðir /vettvangsferðir. Einhverjar slíkar ferðir og/eða útivist er á dagskrá hjá öllum árgöngum skólans og koma þær einnig fram á atburðadagatali skólans hér á vefnum.

Það var fríður hópur nemenda  í 5. bekkjum skólans sem hélt af stað nú í morgun, miðvikudaginn 30. maí, hjólandi undir dyggri leiðsögn umsjónarkennara og starfsmanna skólans. Áfangastaðurinn var Nauthólsvík þar sem grillaðar voru pylsur í hópinn og svamlað í pottinum /sjónum. Fleiri myndir úr ferðinni eru á myndasíðu 5. bekkja
Til baka
English
Hafðu samband