Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aðalfundur foreldrafélags Hofsstaðaskóla

16.09.2019
Aðalfundur foreldrafélags Hofsstaðaskóla

Aðalfundur foreldrafélags Hofsstaðaskóla verður haldinn mánudaginn 30. september kl. 20:00 í tónlistarstofu skólans. Á dagskrá aðalfundarins:

1. Skýrsla stjórnar
2. Lagabreytingar
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
5. Kosning fulltrúa í foreldrafélagið
6. Önnur mál

Við hvetjum foreldra til að mæta á fundinn og kynnast því sem foreldrafélagið stendur fyrir. Einnig minnum við á síðuna okkar á Facebook (facebook.com/foreldrafelag - muna að "læka" síðuna) þar sem við setjum inn auglýsingar um viðburði í vetur eins og föndrið vinsæla fyrir jólin og bingóið sem nú í vor var haldið í tvennu lagi, eldra og yngra stig. Tölvupóstar verða að sjálfsögðu líka sendir út fyrir þess háttar viðburði.

Nú kveður hluti stjórnarinnar frá síðasta ári og okkur vantar nýtt og gott fólk til að hjálpa til við að gera umhverfi barnanna okkar í skólanum sem skemmtilegast. Við hvetjum þá sem hafa áhuga á því að ganga í nýja stjórn að mæta á fundinn eða senda póst á foreldrafélagið.

Stjórn foreldrafélags Hofsstaðaskóla 2018-2019.
Til baka
English
Hafðu samband