Aðalfundur foreldrafélags Hofsstaðaskóla
16.09.2019

Aðalfundur foreldrafélags Hofsstaðaskóla verður haldinn mánudaginn 30. september kl. 20:00 í tónlistarstofu skólans. Á dagskrá aðalfundarins:
1. Skýrsla stjórnar
2. Lagabreytingar
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
5. Kosning fulltrúa í foreldrafélagið
6. Önnur mál
Nú kveður hluti stjórnarinnar frá síðasta ári og okkur vantar nýtt og gott fólk til að hjálpa til við að gera umhverfi barnanna okkar í skólanum sem skemmtilegast. Við hvetjum þá sem hafa áhuga á því að ganga í nýja stjórn að mæta á fundinn eða senda póst á foreldrafélagið.
Stjórn foreldrafélags Hofsstaðaskóla 2018-2019.