Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinátta er fjársjóður

11.10.2019
Vinátta er fjársjóður

Þriðjudaginn 15. október kl. 20:00 verður, í tilefni af forvarnarviku Garðabæjar, opinn fræðslufyrirlestur fyrir foreldra og starfsfólk í sal Sjálandsskóla, við Löngulínu. Fyrirlesarar eru tveir:

Sigrún Júlía, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og fjölskylduþerapisti hjá Meðferðarþjónustunni Tengsl og er yfirskrift fyrirlestur hennar "Heilbrigt fjölskyldulíf-styrkleikar og áskoranir". 

Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands sem fjallar um " Hið ósýnilega afl: Hvernig stemning mótar hegðun einstaklinga og hópa - til góðs eða ills"

Aðgangur á fræðslufundinn er ókeypis og boðið verður upp á kaffi.

Til baka
English
Hafðu samband