Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Undraheimar skólabúðanna á Reykjum

23.10.2019
Undraheimar skólabúðanna á Reykjum

Það eru ekki bara kvöldvökur, matur og spil á Reykjum. Þar fer einnig fram kennsla og nemendur eru að læra og vinna saman stóran hluta dags. Verkefnin eru af ýmsum toga; náttúrufræðistöð þar sem farið er í fjöruferð, stöðvaleikur þar sem nemendur læra ýmislegt um svæðið, leikfimi og sund reglulega, ferð á byggðasafnið að skoða sögu svæðisins. Einnig er skemmtilegt svæði í boði fyrir nemendur sem kallast „Undraheimar“. Það geta nemendur lært að binda bindishnúta, brjóta saman sérvíettur, origami pappírsbrot, hringja á skífusíma, skoða ýmislegt forvitnilegt tengt eðlisfræði, lita eða spila. Það hefur gengið mjög vel og allir eru glaðir og samstilltir.

Skoða fleiri myndir frá Reykjum á myndsíðu 7. bekkja


 
Til baka
English
Hafðu samband