Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upphaf skólastarfs í ágúst 2020

16.08.2020
Upphaf skólastarfs í ágúst 2020

Við hefjum þetta skólaár í aðstæðum þar sem við vonum að sem flest verði með hefðbundum hætti en vitum að við þurfum að vera tilbúin til þess að breyta útaf með skömmum fyrirvara. Staðan er viðkvæm og verður lögð áhersla á að allir fylgi eftir sóttvörnum og fari eftir samfélagssáttmálanum. 574 nemendur eru innritaðir starfsmenn verða um 100. 

Vegna sóttvarna þurfum við að takmarka aðgengi foreldra/forráðamanna og gesta að skólanum. Við óskum eftir því að fullorðnir komi ekki inn í skólann nema brýna nauðsyn beri til eða þeir séu sérstaklega boðaðir. Þeir fylgi þá öllum reglum og gefi sig fram við ritara á 2. hæð sem leiðbeinir þeim og aðstoðar.

Á skólasetningardegi mánudaginn 24. ágúst óskum við eftir því að foreldrar, forráðamenn fylgi ekki börnum sínum inn í skólahúsið nema í undantekningartilvikum.

Nýir nemendur í 2. til 7. bekk verða boðaðir á fund með umsjónarkennara ásamt forráðamanni 21. ágúst. Nemendur í 1. bekk koma og hitta umsjónarkennara 24. ágúst og fá þeir sent fundarboð. Sérstök sumaropnun er í frístundaheimilinu Regnboganum fyrir börn í 1. bekk vikuna 17. til 21. ágúst. Öll börn sem eiga að nýta frístundaheimilið þarf að skrá á Minn Garðabær. www.gardabaer.is

Skráning í hádegismat hjá Skólamat opnar mánudaginn 24. ágúst á www.skolamatur.is. Nemendur hafa með sér morgunhressingu að heiman.

Allir nemendur þurfa að hafa íþrótta- og sundföt auk þess sem þeir verða að vera klæddir eftir veðri því útivera er daglega. Við biðjum foreldra, forráðamenn um að gæta þess vel að fatnaður og gögn nemenda séu vel merkt með nafni barnins og símanúmeri.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst.

Hefðbundnir haustfundir verða auglýstir síðar. Ýmsar upplýsingar um skólastarfið er að finna á vefsíðu skólans og margvíslegar upplýsingar munu berast á næstu dögum og vikum. Við hvetjum alla foreldra/forráðamenn til þess að vera virkir í foreldrastarfi skólans og í góðu samstarfi við kennara í gegnum tölvupóst eða síma. Við treystum því að stundvísi og skólaskylda barnanna sé virt og tilkynnt til ritara og umsjónarkennara að morgni ef barnið kemur ekki í skólann.

Með samstarfskveðju og von um árangursríkt og ánægjulegt skólaár
Stjórnendur og starfsfólk Hofsstaðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband