Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólapúlsinn, foreldrar svara skoðanakönnun

07.02.2021
Skólapúlsinn, foreldrar svara skoðanakönnun

Í febrúar er lögð skoðanakönnun, Skólapúlsinn fyrir úrtak foreldra í Hofsstaðaskóla líkt og í öðrum grunnskólum Garðabæjar. Foreldrar sem valdir eru í úrtakið hafa fengið bréf þar sem þeim er boðin þátttaka. Þeir fá síðan sendan þátttökukóða. Er það von okkar að svörun verði góð svo niðurstöður séu marktækar en til þess að það verði þarf 80% svörun.

Skólinn notar kannanir Skólapúlsins til þess að fylgjast með og bæta innra starf skólans. Liður í því er að spyrja foreldra um gæði skólans, samskipti við skólann, virkni í skólastarfi og námið heima fyrir.

Vinnsla könnunarinnar uppfyllir skilyrði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Vísar rannsóknir sér um framkvæmdina.

Auk foreldra svarar úrtak nemenda úr 6. og 7. bekk Skólapúlsinum þrisvar á ári og annaðhvort ár svara starfsmenn skoðanakönnuninni og hitt árið foreldrar. Þannig er stöðugt verið að leita eftir skoðunum skólasamfélagsins sem nýttar eru til þess að bæta skólastarfið.

Til baka
English
Hafðu samband