Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hofsstaðaskólaleikar - HS leikar

02.11.2021
Hofsstaðaskólaleikar - HS leikar

Fimmtudag 4. nóvember og föstudag 5. nóvember verða hinir árlegu Hofsstaðaskólaleikar eða HS-leikar en þá er hefðbundið skólastarf brotið upp. Nemendum er skipt upp í aldursblandaða hópa sem vinna saman að því að leysa fjölbreytt verkefni sem reyna á ýmsa færniþætti. Annan daginn vinna nemendur í íþróttahúsinu og hinn daginn í skólanum, samtals á 38 stöðvum. Hóparnir eða liðin eru saman úti í frímínútum og í nestistímum. Í hverjum hópi eru fyrirliðar úr 6. og 7. bekk sem halda utan um hópinn. Nemendur kynnast því þvert á árganga og fá tækifæri til þess að þjálfa félagsfærni og mismunandi styrkleika sína.

Báða dagana hefst skóladagurinn kl. 8:30 og lýkur kl. 13:45. Regnboginn hefst strax að loknum skóladegi fyrir þá sem þar eru skráðir.
Nemendur þurfa ekki að hafa með sér skólatösku í skólann, aðeins nesti í tösku og vatnsbrúsa.

Þeim sem eru ekki í mataráskrift gefst kostur á að kaupa matarmiða á 700 kr. Fyrri daginn verður kjúklingaborgari en seinni daginn pizza. Miðarnir verða seldir í matsalnum frá og með 2. nóvember og fram að hádegi á fimmtudag.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband