Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stuðningsfulltrúi

25.11.2021

Hofsstaðaskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 75 - 100% starf. Vinnutími er frá kl. 8:00-14:00/16.00. Hluti 100% vinnutíma er í frístundaheimilinu Regnboganum.
Í Hofsstaðaskóla eru um 540 nemendur í 1. - 7. bekk og þar starfa um 100 starfsmenn með það að markmiði að hlúa að nemendum námslega og félagslega og koma til móts við áhuga þeirra og getu. Vel er búið að nemendum og starfsmönnum og er öll aðstaða í skólanum til fyrirmyndar.
Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf sem er í stöðugri þróun. Kennsluhættir eru fjölbreyttir og vellíðan nemenda í fyrirrúmi í anda skólastefnu Garðabæjar. Þjónusta við nemendur með sérþarfir er mjög öflug. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.hofsstadaskoli.is
Reynsla og hæfni:
• Reynsla af starfi með börnum
• Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Dugnaður, jákvæðni, stundvísi og ábyrgðarkennd
• Reynsla af nemendum með sérþarfir æskileg
• Menntun sem nýtist í starfi er kostur
• Góð íslenskukunnátta
Umsóknarfrestur er framlengdur til 28. desember 2021. Ráðið er í stöðuna frá janúar 2022 eða eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar um starfið veita Hafdís Bára Kristmundsdóttir skólastjóri, hafdis@hofsstadaskoli.is
Margrét Einarsdóttir aðstoðarskólastjóri margretei@hofsstadaskoli.is .
Sími Hofsstaðaskóla er 590-8100 og netfang: hskoli@hofsstadaskoli.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Garðabæjar STAG. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á ráðningarvef Garðabæjar https://-starf.gardabaer.is

Umsókn um starfið skal fylgja kynningarbréf og starfsferilskrá. Í kynningarbréfi skal gera grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.
Til baka
English
Hafðu samband