Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Starfsafmæli árið 2021

16.12.2021
Starfsafmæli árið 2021

Á starfsmannafundi 14. desember s.l. var starfsafmæli fimm starfsmanna skólans fagnað. Ásta Kristjánsdóttir hefur unnið við skólann í 15 ár , Anna Laxdal og Ólafur Pétursson í 20 ár og þær Anna Magnea Harðardóttir og Björk Ólafsdóttir í 25 ár.

Þau fengu að gjöf kærleikskúlu styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Kúla ársins nefnist Eitt ár og er eftir Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur. Kærleikskúla er seld til styrktar sumarbúðunum í Reykjadal.

Til baka
English
Hafðu samband