Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vel sótt páskabingó

06.04.2022
Vel sótt páskabingóPáskabingó foreldrafélagsins var afar vel sótt og ánægjulegt að sjá fjölskyldur koma saman í skólann til þess að spila bingó. Vinningar voru veglegir og reyndust sumir heppnari en aðrir. Það er þó aldrei svo að allir fái vinning en greinilegt var að allir skemmtu sér vel. Þeir feðgar Pétur Jóhann og Jóhann Berg stýrðu samkomunni af miklu öryggi. Vaskur hópur bekkjarfulltrúa og stjórn foreldrafélagsins sá um viðburðinn. Skipulag, undirbúning og frágang á eftir. Næst koma enn fleiri að því margar hendur vinna létt verk. Foreldrar sameinuðust um að safna viningum og sýndu hversu öflugir þeir eru. Bingóið er fjáröflun og hefur skólinn notið góðs af og m.a. verið keypt leiktæki handa nemendum. 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband