Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jákvæðir og duglegir vinaliðar

20.04.2022
Jákvæðir og duglegir vinaliðar

Þeir 40 vinaliðar sem tilnefndir voru fyrir vorönnina hafa verið duglegir að skipuleggja leiki í frímínútum fyrir yngsta- og miðstig. Vinaliðar sjá um dagskrá í fyrri frímínútum alla daga nema föstudaga. Í maí verður haldinn þakkadagur þar sem allar vinaliðar skólaársins gera sér dagamun. Vinaliðar þurfa að sýna ábyrgð og koma vel fram við aðra nemendur. Meira um verkefnið á https://www.vinalidar.is/

Á myndasíðu skólans eru nokkrar myndir af vinaliðum að störfum


Til baka
English
Hafðu samband