Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorkaffi í Höllinni

20.04.2022
Vorkaffi í Höllinni

Í vikunni fyrir páska buðu nemendur í 2.bekk foreldrum sínum í vorkaffi í Höllina. Það var mikil tilhlökkun að fá þau loksins í heimsókn og sýna þeim, verkefni, myndir og föndur. Börnin höfðu einmitt föndrað páskaskraut fyrir heimsóknina og nýttu afraksturinn til að skreyta stofur og glugga. Það var gleðilegt að sjá hversu margir gátu mætt og átt notalega samverustund saman og notið allra fínu kræsinganna sem fólk kom með á sameiginlegt hlaðborð. 

Myndir frá vorkaffinu eru komnar á myndasíðu 2. bekkjar

 


Til baka
English
Hafðu samband