Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókasafnið er hugsað sem lifandi fræðslu- og upplýsingamiðstöð. Hlutverk safnsins er að styðja við kennslu og námsmarkmið sem sett eru fram í námskrá skólans og aðalnámskrá grunnskóla. Safnið á að veita nemendum og starfsfólki greiðan aðgang að upplýsingum og heimildum. Það á að styðja við upplýsingalæsi nemenda, en það er sú þekking og færni sem þarf til að finna, flokka, vinna úr og miðla upplýsingum á skapandi og gagnrýninn hátt.
Bókasafnið gegnir einnig veigamiklu hlutverki við að efla lestur og læsi nemenda og því er mikilvægt að bjóða upp á lestrarhvetjandi efni og umhverfi.
English
Hafðu samband