Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lánþegar
Bókasafnið er ætlað nemendum og starfsfólki skólans og eru allir með lánþegaskírteini sem geymd eru á safninu og geta því tekið gögn að láni. Almennur útlánatími gagna miðast við þrjár vikur.

Safnkostur
Á safninu eru rúmlega 14.000 bækur og vel á 2000 eintök af annars konar efni eins og tímaritum, geisladiskum og hljóðbókum. Bókakostur safnsins er mjög góður og fjölbreyttur. Leitast er við að kaupa inn sem mest af nýjum skáldsögum til að viðhalda lestraráhuga nemenda og koma til móts við áhugasvið þeirra. Fræðibókahluti safnsins er mjög góður og styður vel við nám nemenda og er bætt við hann eftir þörfum.
Safnkosturinn er skráður í upplýsingakerfið Leitir sem er sameiginlegt bókasafnskerfi fyrir allt landið. Þar er hægt að fletta upp og skoða hvort viðkomandi safn á þau gögn sem leitað er eftir  www.leitir.is

Starfsfólk
Umsjón með safninu hefur Kristín H. Thorarensen bókasafns- og upplýsingafræðingur og grunnskólakennari. Helstu verkefni eru útlán og umhirða safnkosts, aðföng, skráning og grisjun auk annars sem til fellur á safninu. Einnig er bókasafns- og upplýsingafræðingur með safnfræðslu og/eða heimildavinnu í ákveðnum árgöngum, misjafnt milli ára. Samstarf við kennara í ýmsum verkefnum stendur ávallt til boða.

Húsnæði
Haustið 2015 flutti safnið í nýtt og sérhannað húsnæði á 2. hæð. Öll aðstaða var betrumbætt og er safnið mjög rúmgott, litríkt og bjart. Bókahillum var fjölgað og er nú rúmt um allar bækur og efni mjög aðgengilegt og sýnilegt. Stórbætt aðstaða er fyrir kennslu á safninu og er hægt að koma með heila bekki í kennslu og verkefnavinnu. Sýningartjald og skjávarpi er til staðar. Engar borðtölvur eru á safninu en þess í stað er notast við fartölvuvagn og spjaldtölvur. Sumar bókahillurnar eru á hjólum og því færanlegar sem gefur aukna möguleika á nýtingu safnsins, s.s. fyrir fundi og námskeið. Sex vinnuborð eru á safninu og 26 stólar fyrir nemendur.


English
Hafðu samband