Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýsköpun
Nemendur í 5. bekk fá námskeið í nýsköpun í hringekjuskipulagi. Markmið er að vekja áhuga nemanda á nýsköpun og að þeir trúi því að þeir sjálfir geti fengið góða hugmynd.

Nemendur skrifa og skissa hugmyndir sínar í hugmyndabók og kynna þær fyrir öðrum nemendum. Þeir velja útfæra og útskýra bestu hugmyndina og setja á veggspjald. Allar hugmyndir fara í Nýsköpunarkeppni grunnskólabarna og Nýsköpunarkeppni Hofsstaðaskóla.

Nemendur í Hofsstaðaskóla hafa undanfarin ár tekið þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda NKG. Nemendur hafa staðið sig með afbrigðum vel. Þeir nemendur sem komast í úrslit keppninnar fá tækifæri til að taka þátt í vinnusmiðju á vegum NKG þar sem þeir útfæra hugmyndir sínar undir leiðsögn starfandi frumkvöðla og hitta aðra efnilega uppfinningamenn. Þeir hafa unnið gull- silfur- og bronsverðlaun í flestum flokkum undanfarin ár.

Árlega er haldin nýsköpunarkeppni í Hofsstaðaskóla þar sem veitt eru verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti.

English
Hafðu samband