Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Smiðjur/ Hringekja skólaárið 2018-2019

Skipulag á smiðjum, hringekju og list- og verkgreinum

Nemendur í 1.-7. bekk fá kennslu í list- og verkgreinum og ýmsum öðrum greinum í 11-15 manna hópum. Kennt er í lotum og skipta nemendur um námsgrein 5-7 sinnum á vetri. Smíði, textíll, myndmennt og heimilisfræði er kennd í lotum í 2.-7. bekk í 80 mínútur tvisvar í viku. Sund er einnig í lotum hjá þessum árgöngum nema 4. bekk þar sem bekknum er skipt í tvo hópa og fer hvor hópur í sund einu sinni eina kennslustund á viku allan veturinn. Auk þess fá hópar úr 1., 2., 3., 5. og 6. bekk, 1x40 mínútur í sund í lok skóladags. Í 1. bekk er 1x60 mínútna lota í smíði, heimilisfræði, myndmennt og textílmennt Fleiri greinar koma inn í smiðjuskipulag, sjá töflu hér fyrir neðan. Tónmennt er kennd í eina stund á viku í 1. - 5. bekk. Í 6. bekk er tónmennt í smiðjum, einu sinni 80 mínútur og einu sinni 40 mín. á viku. Í 7. bekk er tónmennt í Hringekju 1x 60 mín. Gerð er nánari grein fyrir ráðstöfun tíma í smiðjum og hringekju hér fyrir neðan ásamt þeim greinum sem kenndar eru.

 

Hringekja

Hringekja er einu sinni í viku í 60 mínútur í 5. og 7. bekk. Í Hringekju er m.a. kennd nýsköpun, forritun, heilsuefling og myndbandagerð (sjá nánar skipulag á hringekju í skjölum hér fyrir ofan).

5. bekkur


7. bekkur


English
Hafðu samband