Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ipad notkun-Garage band
Nemendur hafa tekið ipad tækjunum fagnandi. Þeir hafa verið duglegir að skapa ýmsa skemmtilega hluti. Hann Patrik Birnir í 6. GHS bjó t.d. til þetta skemmtilega lag sem hann skýrði Potzart.

Bókaverkefni í 6. bekk

Nemendur í 6. bekk velja sér bók, lesa hana og gera um hana umsögn. Þeir fengu fyrirmæli varðandi úrvinnslu og framsetningu. Ísabella Hrönn Sigurjónsdóttir valdi að búa til vef með umsögn um bókina sem hún las. Hún hafði lært að nota vefsíðugerðarforritið Weebly í tölvfærni og leysti verkefnið afar vel. Hér má sjá vefinn hennar Ísabellu

Danska- En dag i mit liv

Nemendur í 7. bekk Hofsstaðaskóla unnu hópverkefni í dönsku sem nefnist En dag i mit liv. Í verkefninu sameinast sköpun, framsögn, upplýsingatækni,orðaforði, gleði svo eitthvað sé nefnt. Nemendum var skipt í 2-4 manna hópa og áttu þeir að lýsa einum dæmigerðum degi í lífi sínu. Nemendur gerðu handrit með orðaforða vetrarins til hliðsjónar og fengu svo frjálsar hendur um framsetningu verkefnisins. Hér á eftir eru nokkur sýnishorn:

 

Fréttaskýringarþáttur

Nemendur í 7. bekk hlustuðu á bókina White death í ensku. Eftir hlustun fengu þeir það verkefni að fjalla um bókina í stuttum fréttaskýringarþætti. Þeim var skipt í hópa og fékk hver hópur einn ipad til að vinna verkefnið. Þau sviðsettu, tóku upp og klipptu svo þáttinn sinn í Imovie. Hér fyrir neðan eru nokkur sýnishorn.

 

Á ferðalagi um Ísland

Nemendur í 5. bekk hafa á vorönninni verið að læra um landið sitt Ísland. Eitt af verkefnum þeirra var að skipuleggja ferðalag um Ísland. Byrjað var á að skipta í hópa. Hver hópur þurfti að byrja á því að búa til ímyndaða ferðafélaga, ákveða hvert skyldi halda, segja frá og rökstyðja staðarvalið. Nemendur notuðu Photo Story forritið til að setja upp verkefnið sitt og birta.

English
Hafðu samband