Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Green Screen-Grænskjár 
Green Screen tökur eru mjög vinsælar í skólanum. Nemendur taka þá myndböndin sín upp fyrir framan grænan vegg/tjald og skipta svo um bakgrunn með því að hreinsa út græna litinn. Græni liturinn er oftast notaður því hann er ekki svo algengur í fatnaði en hægt er að nota aðra liti. Þegar upptökum lýkur er algengast að nemendur klippi efnið í Do ink Green Screen smáforritinu/appinu eða Imovie.

Nemendur í 5. AÞJ tóku upp flutning sinn á skemmtilegum frumsömdum ljóðum um náttúruna/skóginn og settu skemmtilega bakgrunna við hvern upplestur. Verkefnið var sýnd á bekkjarskemmtun og skemmtun á sal 

Ljóð 5.AÞJ 

Nemendur í 6. bekk læra um Norðurlöndin í landafræði. Fyrri hluti efnisins er almenn umfjöllun um Norðurlönd, landshætti, auðlindir, veðurfar o.fl. Að þeim hluta loknum taka við kaflar þar sem fjallað er um hvert land fyrir sig. Í stað þess að lesa þá alla og leysa vinnublöð fengu nemendur það verkefni að kynna eitt Norðurlandanna fyrir bekkjarfélögunum. Hver hópur vann stórt plakat með mynd af landinu ásamt lykilupplýsingum og áttu jafnframt að búa til auglýsingu um landið til að vekja áhuga á því. Þau áttu að ímynda sér að þau væru að vinna fyrir ferðaskrifstofu og áttu að segja frá markverðum og áhugaverðum stöðum sem gaman væri að skoða í hverju landi fyrir sig. Þau sömdu texta um landið sitt, völdu myndir, tóku fyrir framan grænskjá og klipptu í Do Ink Green Screen  forritinu á ipad. Hér fyrir neðan má sjá afrakstur af vinnu nemenda. Sýnishornin koma úr tveimur bekkjum 6.AMH og 6. HÞ.

English
Hafðu samband