Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur í AMH enskuhópnum í 7. bekk unnu s.k. Songs in real life verkefni í síðustu enskutímunum fyrir páska. Verkefni nemenda var að semja handrit að stuttri sögu sem gerast átti í skólanum. Nemendur þurftu að velja nokkra enska lagbúta og skeytta inn í söguþráðinn. Þeim var skipt í nokkra hópa og dreifðu hóparnir sér vítt og breytt um skólann meðan á upptökum stóð.

Nemendur voru mjög áhugasamir og duglegir í vinnunni og náðu tveir hópar að ljúka myndböndunum sínum fyrir árhátíð 7. bekkja og taka þátt í hæfileikakeppninni. Þess má geta að myndbandið Adelt sem þeir Arnór, Dagur, Eysteinn, Logi og Týr Fáfnir gerðu hlaut viðurkenningu sem skemmtilegast atriðið í hæfileikakeppninni. 

Hér fyrir neðan má nálgast myndbönd nemendanna:

Adelt (Arnór, Dagur, Eysteinn, Logi og Týr Fáfnir)

Hryllingur (Rebekka, Margrét, Ársól, Ágústa)

 

Another day at school (Védís,Lisa, Guðrún og Andrea)

Nýi strákurinn (Eyþór, Ásgeir, Baldur, Kalli og Patti)

 

Án heitis (Anna, Sigrún, Katrín og Birta)

English
Hafðu samband