Öryggisráð Hofsstaðaskóla
Öryggisráð skólans skipa þrír starfsmenn auk skólastjóra. Kosið er í öryggisráð á starfsmannafundi annað hvort ár í lok skólaárs fyrir komandi skólaár.
Öryggisráð skólans skólaárið 2017-2018 er skipað eftirfarandi starfsmönnum:
Rúnari Viktorssyni og Margréti Harðardóttur öryggisvörður
Ólafi Péturssyni og Hreinn Októ Karlsson öryggistrúnaðarmönnum.
Öryggisráð yfirfer allan búnað og öryggi bæði nemenda og starfsmanna í skólahúsnæðinu tvisvar sinnum á ári, í september og janúar. Stuðst er við leiðbeiningar frá Vinnueftirlitinu (vinnuumhverfisvísi fyrir skóla) og áhættumati frá VÍS.