Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frímínútur - skólaleikvöllur

Leiksvæði

 • Nemendur eiga að vera innan leiksvæðis í frímínútum.
 • Leiksvæðið er sunnan við skólann, þeim megin sem leiktækin og hvítu hofin eru.
 • Stjörnuvöllinn má nota þegar hann er ekki of blautur (hafa samráð við kennara).
 • Göturnar, hringtorgið og bílaplanið eru aðeins fyrir bílana.
 • Virðum einkalóðir nágranna okkar.

Reglur á skólaleikvellinum

 • Sýnum virðingu og tillitssemi.
 • Reiðhjól, línuskautar, hjólabretti og hlaupahjól eru geymd afsíðis í frímínútum og meðan á skóla stendur.
 • Boltaleikir eru aðeins leyfðir á boltavöllum og grasi.
 • Skotið upp við skólann og annað svæði næst skólanum er aðeins ætlað í leiki án bolta.
 • Eingöngu má klifra í þar til gerðum leiktækjum.
 • Snjókast er aðeins leyft á Stjörnuvellinum.

Skólastjóri

Veturinn 2014-2015 þarf að sýna sérstaka aðgát vegna vinnu við viðbyggingu skólans. Umferð í tengslum við byggingarframkvæmdir verður frá Krókamýri. Nýrri brú hefur verið komið fyrir vestan við íþróttahúsið Mýrina.

English
Hafðu samband