Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frístundaheimilið Regnboginn

Einkunnarorð Regnbogans eru virðing, vinátta og vellíðan.

Meginhlutverk Regnbogans er að bjóða börnum á aldrinum 6-9 ára innihaldsríkt frístunda- og tómstundastarf í barnvænu og skapandi umhverfi þar sem starfshættir einkennast af frjálsum leik og vali.

Leiðarljós frístundaheimilisins er að bjóða öllum börnum þátttöku í fjölbreyttu frístunda- og tómstundastarfi án aðgreiningar með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra.

Umhverfi Regnbogans einkennist af öryggi, fagmennsku og virðingu þar sem jákvæð samskipti og lýðræðislegir starfshættir eru í hávegum hafðir í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Þjónusta við börn með sérþarfir er skipulögð í hverju frístundaheimili fyrir sig í samvinnu við foreldra, skóla og aðra fagaðila sem tengjast börnunum.

 

Frístundaheimilið Regnboginn í Hofsstaðaskóla


Umsjónarmaður skólaárið 2020 - 2021 er  Breki Dagsson brekida@hofsstadaskoli.is.

Aðstoðarumsjónarmaður skólaárið 2020-2021 er Emma Ljósbrá Friðriksdóttir emmafr@hofsstadaskoli.is 

Netfang Regnbogans: regnboginn@hofsstadaskoli.is

Vala Ósk Ásbjörnsdóttir umsjónarmaður (er í leyfi), netfang: valaosk@hofsstadaskoli.is 
English
Hafðu samband